![Skrifað undir kjarasamning ASÍ og SA á grundvelli rammasamkomulagsins.]()
Samningarnir sem voru undirritaðir í dag á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins ná til um 80-85 þúsund manns á almenna vinnumarkaðinum. Með þessu er verið að færa launaþróun þeirra að því sem var samþykkt í sameiginlegri launastefnu aðilanna með SALEK-samkomulaginu.