![Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.]()
Lögreglumaðurinn sem sakaður hefur verið um óeðlileg samskipti við brotamenn í störfum sínum hjá fíkniefnadeild og var í framhaldi af því fluttur til í starfi hefur nú verið leystur frá störfum um stundarsakir meðan málið er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Þetta staðfestir lögreglustjóri.