![Frá Lækjarsmára 76 í gær.]()
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast síðdegis í gær þegar eldur kom upp á tveimur stöðum með stuttu millibili. Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði að Hólmaslóð í Reykjavík og var talið hugsanlegt að fólk væri inni í húsinu.