![Reynir Traustason hefur selt hlut sinn í DV.]()
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, er horfinn úr eigendahóp fjölmiðilsins. Frá þessu greindi Reynir á Facebook í dag. Kjarninn segir frá því að upplýsingar um eignarhald DV á vefsíðu Fjölmiðlanefndar voru uppfærðar í dag og er Pressan ehf. nú skráður eigandi 84,23% hlutar en félagið átti áður um 70% í miðlinum.