![]()
Póstflugvél á leið til Norður-Noregs brotlenti í Lapplandi í gærkvöldi. Tveir flugmenn voru um borð en björgunarsveitir segja ólíklegt að þeir muni finnast á lífi. Flugvélin hrapaði á kaf í snjó og hefur myndast gígur á slysstað sem björgunarmenn segja fullan af steinolíu.