![Veitingastaðurinn verður að Ægissíðu 123.]()
Enn færist meira líf í Vesturbæinn þegar nýr veitingastaður verður opnaður á Ægisíðunni í febrúar. Staðurinn nefnist Borðið og verður hann í húsnæði gömlu vídeóleigunnar á Ægisíðu 123. Einblínt verður á góðan og fallega framsettan kvöldmat til þess að grípa með sér heim.