![Frá mótmælunum í Íran í gær.]()
Ayatollah Ali Khamenei æðsti klerkur og æðsti leiðtogi Írans segir að Sádi-Araba bíði „guðleg hefnd“ vegna aftöku sjítaklerksins Nimr al-Nimrs í Sádi-Arabíu í gærmorgun.
40 manns voru handteknir í Íran eftir að eldur var lagður að sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran, höfuðborg Írans í gærkvöldi.