![Kona úr hópi sjíta-múslíma í Sádi-Arabíu heldur á lofti mynd klerksins Nimr al-Nimrs sem var tekinn af lífi í morgun.]()
Evrópusambandið hefur nú bæst í hóp þeirra sem gagnrýna yfirvöld í Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hafa tekið múslímaklerkinn Nimr al-Nimr af lífi í dag. Sambandið segir aftökuna eins og að hella olíu á eld. Ráðamenn í Írak og Íran hafa í hótunum við Sádi-Araba vegna þessa.