![Mynd sem lögreglan birti af tveimur mönnum sem hún lýsti eftir í gær.]()
Karlmaður um tvítugt hefur játað aðild að vopnuðu ráni í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gær eftir að lýst var eftir honum. Annar maður á sama aldri sem var handtekinn í nótt er jafnframt grunaður um aðild að ráninu.