![Kyle Don smakkaði skötu í fyrsta og líklega eina skiptið í dag.]()
„Þetta minnir á alkahól eða eitthvað sem maður þrífur með, ég get ekki alveg sett fingurinn á það,“ sagði Colorado-búinn Kyle Don þegar hann þefaði af vestfirskri skötu í fyrsta skipti í hádeginu á Kex-Hostel. Að eigin sögn er hann opinn fyrir nýjungum í matargerð og þykir fiskur góður.