![Kastrijot og Xhulia Pepoj fá íslenskan ríkisborgararétt.]()
„Þetta er mikill gleðidagur,“ segir Hermann Ragnarsson múrarameistari, sem sótti um íslenskan ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem fluttar voru úr landi fyrir skömmu. Hermann, sem er atvinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, tjáði þeim tíðindin í myndsamtali fyrr í dag.