![Mun færri fengu miða en vildu.]()
Svo virðist sem stafræna röðin sem miðakaupendum var raðað í þegar miðasala hófst á tónleika Justin Bieber í morgun, hafi ekki virkað sem skyldi. Að sögn Ísleifs Þórhallssonar, tónleikahaldara Senu, lítur út fyrir að mistök hafi verið gerð þegar of mörgum var hleypt í kaupferlið í einu.