![Frá mótmælum á meðferð kynferðisbrota við lögreglustöðina á Hlemmi í nóvember.]()
Á árunum 2010 til 2014 leitaði 91 þolandi til Stígamóta vegna hópnauðgana. Tölur Stígamóta fyrir árið 2015 liggja ekki fyrir en það sem af er ári hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist átta tilkynningar um nauðgunarmál þar sem tveir eða fleiri eru grunaðir.