![Justin Bieber tróð upp á American Music Awards í Los Angeles í síðasta mánuði.]()
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir morgundeginum en þá hefst sérstök forsala aðdáendaklúbbs Justin Bieber á tónleika kappans sem fram fara 9. september í Kórnum. Til að taka þátt í forsölunni á morgun þarf að borga klúbbsgjald í aðdáendaklúbbinn sem eru tæpar 5000 krónur.