![Unnur Ösp Stefánsdóttir talaði á fundinum.]()
„Það þarf að halda áfram að ræða þetta og þrýsta á stjórnvöld að koma þessu í gegn. Við viljum fá drengina aftur til landsins og það sem fyrst,“ segir Una María Óðinsdóttir skipuleggjandi samstöðufundar á Austurvelli í dag til stuðnings albanskra drengja sem vísað var úr landi í síðustu viku.