![Viðstaddir klöppuðu Laurent Fabius lof í lófa þegar hann tilkynnti að samkomulagi hefði verið náð í París í dag.]()
Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, tilkynnti að samningamenn 195 ríkja hefðu komist að samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á loftslagsráðstefnunni í París í dag. Ráðherrahópur tekur nú samkomulagið til umfjöllunar.