Þórður Guðlaugsson var vélstjóri á togaranum Þorkeli mána RE 205 sem var í einu versta sjóveðri sem íslenskir sjómenn hafa þurft að glíma við á Nýfundnalandsmiðum árið 1959. Hann var úti í 12 stiga frosti og 25-30 vindstigum í 7-8 klst. að skera af skipinu með logsuðutæki til að létta það.
↧