![Jón Ásgeir Jóhannesson]()
Saksóknari í Stím-málinu reyndi að fá að vita frá vitni í dag hvort Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarmaður í Glitni og fjárfestir, hafi komið að Stím-viðskiptunum sem ákært er fyrir í málinu. Guðný Sigurðardóttir, fyrrum lánastjóri hjá Glitni, bar vitni en hún var lánastjóri Stíms.