![Það kyngdi niður snjó á Akureyri í gær en þessi mynd er úr safni mbl.is]()
Það er tíu stiga frost á Akureyri og snjór yfir öllu. Það er hins vegar ekkert að færð innanbæjar, segir varðstjóri í lögreglunni. Þota Primera, sem var að koma úr beinu leiguflugi frá Tenerife og átti að lenda á Akureyri varð að lenda í Keflavík vegna lélegs skyggnis fyrir norðan í gær.