![Sjúkraflutningamenn að störfum við Bataclan-tónleikahöllina í París í nótt. Talið er að áttatíu manns hafi látist í árásinni í höllinni í nótt.]()
Skelfdir tónleikagestir sem komust lífs af er árás var gerð í tónleikahöll í París í gær, segjast hafa þurft að hlaupa yfir lík og fela sig fyrir byssumönnum. Árásarmennirnir komu inn í tónleikahöllina og hófu að taka tónleikagesti af lífi. Áttatíu í það minnsta létust.