![Frá Skaftárhlaupinu í byrjun október. Hlaupið bar sand með sér um stórt svæði og mikið uppgræðsluverkefni gæti beðið Landgræðslunnar.]()
Ljóst er að tjón vegna Skaftárhlaupsins í haust hefur verið upp á hundruð milljóna a.m.k. Mest munar þar um tjón á beitilandi á afréttum og uppgræðslu sem þarf að fara í eftir hamfarirnar. Ekki er enn ljóst hveru stór hluti tjónsins verður bættur, en ljóst er að ný brú verður smíðuð yfir Eldvatn.