![Dælu- o hreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól.]()
Klóak var losað út í Skerjafjörð í um klukkustund í gær á meðan dælur í fráveitustöð Orkuveitunnar í vesturbæ Reykjavíkur voru hreinsaðar. Aðeins er tilkynnt um slíkt ef losunin stendur lengur en í þrjá til fjóra tíma og því var engin tilkynning send út til borgarbúa um hana.