![Blaðamannafélagið sleit viðræðum í dag.]()
Blaðamannafélag Íslands sleit viðræðum við atvinnurekendur í dag. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, segir að tilboð sem félagið fékk hafi verið „óviðunandi og úti á túni“. Hann segir að verkfallsaðgerðir séu það eina í stöðunni. „Þetta er ekki einu sinni viðræðugrundvöllur og ekkert annað að gera en að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða.“