![Ragnar Þór Valgeirsson, Ægir Þorsteinsson og Eiríkur Nilsson, stofnendur Hopps og eigendur hugbúnaðarfyrirtækisins Aranja.]()
Rafskútur frá fyrirtækinu Hopp eru komnar á götur Reykjavíkurborgar, aðgengilegar öllum sem þær vilja nota. Rafskúturnar, eða rafhlaupahjólin eins og slík tæki eru einnig kölluð, eru leigðar í gegnum farsímaforrit og er startgjaldið 100 krónur og svo 30 krónur fyrir hverja mínútu notkunar eftir það. „Í þessum fyrsta fasa erum við með sextíu hjól og þau eru dreifð frá Granda, í gegnum 101, að Háskóla Íslands og upp að Kringlumýrarbraut og Miklubraut,“ segir Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopp, í samtali við mbl.is.