![Slökkviliðið kom upp flotgirðingu í kringum Perlu til að tryggja að olía bærist ekki um höfnina frá skipinu.]()
Björgun ehf. sem gerir út sanddæluskipið Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag einblínir nú á að fyrirbyggja að olíuleki verði frá skipinu. Tæplega 13 þúsund lítrar af olíu eru í borð í skipinu. Er nú unnið að því að loka öndunum og öðru til að tryggja að olían fari ekki frá borði.