![Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.]()
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri telur breytt neyslumynstur á fjölmiðlum og stóraukið aðgengi að afþreyingu kalla á endurmat hjá RÚV. „Ég lít svo á að á slíkum tímum sé hlutverk Ríkisútvarpsins síst minna en áður en þá þarf að skerpa á hlutverki þjónustunnar og sérstöðu,“ segir Magnús Geir.