![Starfsfólk á bráðamóttöku]()
Á meðan biðstofan á bráðamóttökunni er full af sjúklingum eyðir bráðalæknir meira en helmingi af tíma sínum að berjast við handónýtt tölvukerfi. Þetta getur kostað mannslíf og dæmi eru um að sjúklingar hafi dáið eða rétt bjargast þar sem upplýsingar um þá berast ekki eða eru ekki skoðaðar.