![Kannabisplöntur. Myndin er úr safni.]()
Aðeins einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum lögreglu á Suðaustur-Spáni fyrr á þessu ári í tengslum við eina stærstu kannabisverksmiðju Evrópu, samkvæmt upplýsingum héraðsdóms Murcia-héraðs. Hann var upphaflega settur í farbann en er nú frjáls ferða sinna. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út.