![Frá Goðafossi í dag.]()
Boðað var í dag til félagsfundar hjá lögreglufélögunum á Norðurlandi eystra þar sem um þrjátíu lögreglumenn mættu og ræddu um stöðuna í kjaramálum. Hermann Karlsson, formaður lögreglufélagsins í Eyjafirði, segist ósáttur með orð innanríkisráðherra og ríkið ekki koma til móts við lögreglumenn.