„Nú erum við í fyrsta skipti komin með bát sem er yfirbyggður,“ segir Kristján Maack formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, um Stefni nýjan bát sveitarinnar. Um byltingu sé að ræða þar sem báturinn er hraðgengt björgunarskip, sérhæft til björgunarstarfa sem eykur úthald og drægni sveitanna.
↧