![Þétt setið málþing Orators.]()
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sagði okkur ekki komin í slíkt öngstræti að það kallaði á kynjakvóta við skipan dómara. Hann benti á að um helmingur héraðsdómara séu konur. Hann gagnrýndi ósamræmi matsnefndar og að hún raði umsækjendum eftir hæfi.