![Staðan 30. september kl. 14.35.]()
Heildarsig íshellunnar yfir Eystri-Skaftárkatli er orðið yfir tíu metrar. Nú má skoða hæðarbreytingarnar á vefnum um leið og þær gerast, mældar með GPS tæki uppi á jöklinum. Allar líkur er á að hlaupið brjótist undan jöklinum í nótt eða í fyrramálið, jafnvel í kvöld.