![Ofneysla á sykri er líklega ekki af hinu góða en ekkert bendir til þess að hún valdi kandídasýkingum eða óþoli.]()
Ósannað er að mikil sykurneysla stuðli að kandídasveppasýkingum og engar rannsóknir benda til þess að ofvöxtur sveppsins sé undirrót sjúkdóma og kvilla eins og haldið hefur verið fram. Björn Geir Leifsson, læknir, segir kandída vera gervigreiningu sem hafi verið notuð í áratugi af „þykjustulæknum“.