![Leiðangursmenn á Eyjafjallajökli 1944. Guðjón Ólafsson lengst til hægri, þá Jón Kjartansson og Guðmundur Sæmundsson.]()
„Ég hafði svolítið gaman af að sjá þessa mynd. Ég man vel eftir þessum leiðangri,“ segir Guðjón Ólafsson frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum en hann er einn af íslensku leiðsögumönnunum á ljósmynd sem birtist á baksíðu Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins fyrir viku.