Þingkosningar fara fram á Grikklandi í dag. Leiðtogi vinstriflokksins Syriza, Alexis Tsipras, sækist eftir endurnýjuðu umboði til þess að stýra landinu. Skoðanakannanir að undanförnu hafa bent til þess að litlu muni á fylgi flokks hans og hægriflokksins Nýs lýðræðis.
↧