![Fjallað er um hvarf Benjamíns og árangursríka leitina í ítölskum fjölmiðlum.]()
Farsími og bolur í eigu Benjamíns Ólafssonar, sem hvarf á Sikiley í vikunni en er nú fundinn, fundust á brautarpalli í Cataniu á meðan leitinni stóð. Sérstakt lögreglulið, sem stýrt hafði leitinni í þrjá daga, fann svo Benjamín um kl. 19.30 í gærkvöldi í vörugeymslu við lestarstöð í Cataniu.