![Mótmælendur halda á spjöldum þar sem stendur m.a. að Evrópa þurfi aðeins að koma einum frá, í stað þess að taka á móti milljónum. Er þar vísað til Assad.]()
Fyrir þremur árum lögðu Rússar til að forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, færi frá völdum til að stuðla að friði en tillagan var hunsuð af Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þetta segir Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands og handhafi friðarverðlauna Nóbels.