![Frá Sinubrunanum í Laugardal árið 2012.]()
Slökkvilið á Vestfjörðum berjast nú við sinueld í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðadjúp, en þurrt hefur verið á svæðinu síðustu daga. Tilkynning um eldinn barst á sjötta tímanum, en eldurinn er nálægt Birnustöðum í Laugardal, um 120 kílómetra frá Ísafirði.