![Sölvi Melax, stofnandi VikingCar.]()
„Þetta er í fyrsta sinn sem ný lög hér á landi heimila þetta nútímadeilihagkerfi” segir Sölvi Melax, einn stofnenda jafningjaleigunnar VikingCars. Félagið, sem hóf starfsemi fyrir rúmu ári síðan, þjónustar þá sem vilja leigja einkabílinn sinn beint til annarra.