![Helga Lind Mar.]()
Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segist skilja hvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, ætlar sér með því að takmarka umfjöllun um kynferðisbrot. Það gangi hins vegar í þveröfuga átt við það sem druslugangan hafi boðað. Meiri umfjöllun sé alltaf til góðs.