![Aðeins örfáar ljósmyndir eru til af Mullah Omar. Hann gaf líka aðeins einstaka sinnum færi á sér í viðtöl.]()
Mullah Omar var sagður hlaðinn persónutöfrum, hafa jafnaðargeð og sérstakan húmor. Eftirlætis vopnið hans var sprengjuvarpa. Nú er þessi leiðtogi talíbana talinn af en náið samband hans við Osama bin Laden varð að endingu til þess að hann fór frá völdum og í felur árum saman.