![Frumgerð bílsins.]()
Framleiðsla á fyrsta íslenska fjöldaframleidda bílnum hefur tafist vegna þess að fjármögnun hefur ekki náðst en um 30 til 50 milljónir þarf til þess að koma prótótýpu á göturnar. Stóru viðskiptabankarnir hafa boðist til þess að fjármagna stóra verksmiðju en eigandi vill byggja upp í litlum skrefum.