![]()
Tveir menn sluppu nær ómeiddir er gassprenging varð fyrir utan sumarbústað við Seljavelli austur af Hvolsvelli laust eftir miðnætti í nótt. Gaskútur sprakk fyrir utan bústaðinn með þeim afleiðingum að bústaðurinn varð alelda og sömuleiðis bíll sem stóð fyrir utan.