![Hnullungurinn sem féll á frændsystkinin.]()
Mikil mildi er að ekki hafi farið verr þegar stærðarinnar grjóthnullungur valt á tvö börn í Borgarnesi í síðasta mánuði. Börnin sluppu með slæmar skrámur og brotin bein og þykir ljóst að hnullungurinn hefði getað valdið ívið meiri skaða. Foreldrar annars barnsins segja hættu stafa af frekara grjóthruni.