![Jóhannes og Björg bændur í Heiðarbæ lengst til hægri ásamt dóttur þeirra Steinunni.]()
Mörg hundruð vörður, sem ferðamenn hafa hlaðið í landi Heiðarbæjar í Þingvallasveit, voru jafnaðar við jörðu í gærkvöldi og efnið flutt í burtu. „Það er sárast að sjá hvað er búið að eyða miklum gróðri á svæðinu og hvað þessar hrúgur spretta hratt,“ segir leiðsögumaður sem aðstoðaði við flutningana.