![Gunnar Nelson.]()
„Það kann að koma mörgum á óvart að veðbankar telji hinn áður ósigraða Gunnar Nelson vera lítilmagnann í bardaganum á laugardaginn,“ segir í nýrri grein MMA Viking um bardaga Gunnars við Bandaríkjamanninn Brandon Thatch annað kvöld. Bent er á að hugsanlega sé verið að vanmeta Gunnar, sem hafi „buffað sig mikið upp“ undanfarið.