Sirkus Íslands er búinn að reisa tjaldið sitt á Klambratúni þar sem fara fram sýningar um helgina. Vel á þriðja tug starfsmanna ferðast um landið með honum í sumar en nú er komið við á fleiri og minni stöðum. Búið er að betrumbæta fullorðinssýningu hópsins og erlendir skemmtikraftar eru nú fleiri.
↧