Það er gríðarleg stemmning meðal stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Englandi á Allianz Riviera-leikvanginum í Nice í 16 liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19.00 í kvöld. Stuðningsmenn íslenska liðsins tóku að vanda vel undir þegar Ferðalok ómaði um völlinn eins og sjá má í myndskeiði sem fylgir þessari frétt.
↧