![Vor er í lofti og hlýindi framundan, þrátt fyrir örlítið hvassviðri í kvöld.]()
Veðrið leikur við höfuðborgarbúa og íbúa víða á Suður- og Vesturlandi þessa stundina. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, mun þó þykkna upp og hvessa síðdegis og fara að rigna allra syðst. Íbúar á þessum svæðum ættu því að nýta góða veðrið á meðan það varir.