![Greta Salóme er glæsilegur fulltrúi Íslands í keppninni.]()
Það er ástæða fyrir unnendur Eurovision að taka gleði sína, því í kvöld fer fram fyrri undankeppnin í Svíþjóð – höfuðvígi Júrópoppara. Fulltrúi Íslands, Greta Salóme, er á meðal þeirra listamanna sem koma fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og er óhætt að segja að spennan sé í algleymingi.